21.3.2009 | 22:52
Hverjir eru eigendur BYRs ????
Á ekki almenningur, sem nú er látinn standa straum af kostnaði við björgun BYRs, rétt á að fá að vita hverjir eigendur BYRs eru ?
Hvaða menn borguðu sér 13,5 milljarða út úr sjóðum BYRs eftir árshagnað uppá 7,9 milljarða ?
Eru það kannski sömu mennirnir og eru búnir að ryksuga upp allt fjármagn á Íslandi ?
Er tryggt að þeir séu farnir frá stjórnun BYRs, eða taka þeir bara björgunarpeningana líka og láta sig hverfa?
Er kannski ekki hægt að fá að vita hverjir þetta eru ? Eru eigendur BYRs kannski bara einhver
Holding þetta eða Group hitt á TORTÓLA?
6 sparisjóðir óska eftir aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú mátt nú ekki gleyma að það var stofnfjáraukning upp á 27 milljarða hjá BYR. Hérna er eiganda skrá BYRs
Haraldur (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 00:01
Ég vissi ekki að hugmyndin með stofnfé væri að taka það jafnharðan út aftur.
Hve mikið að stofnfénu er fengið að láni í sparisjóðnum sjálfum ?
Þessi listi segir harla lítið um það hverjir eru eigendur BYRs.
Eru svo ekki endalaus Holding og Group og ehf. sem eiga öll þessi Group, Holding og ehf. Svo eiga þessi Holding, Group og ehf. hvert annað í kross. Enda þessar halarófur og krosseignaflækjur í Luxembourg eða þarf að fara alla leið til TORTÓLA.
Á eigendalistanum eru 8 menn af holdi og blóði skráðir fyrir samtals 3,6% eignarhlut, það er nú allt og sumt. Þessi súpa af Groups, Holdings og ehf-um er löngu hætt að vera fyndin.
Árni Árnason (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 09:53
"Hve mikið að stofnfénu er fengið að láni í sparisjóðnum sjálfum?"
Ef ég man rétt þá má stofnjárauking ekki vera lánuð af sparisjóðnum eða öðrum sparisjóðum. Þess vegna fór þessi aukning á stofnfé í gegnum Glitini.
"Langafi stofnaði Sparisjóð Hafnafjarðar með fleirum, það væri gaman að vita hvar stofnfjárbréfin hans eru í dag eða hvers virði þau eru?"
Skv MP þá er gengið á stofnfjárbréfum í BYR 3.5kr
Haraldur (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 19:16
"Ef ég man rétt þá má stofnjárauking ekki vera lánuð af sparisjóðnum eða öðrum sparisjóðum. Þess vegna fór þessi aukning á stofnfé í gegnum Glitini."
Og dettur einhverjum í hug að "má ekki" standi í vegi Tortólanna ?
Hvað ef L.D.D. Group ( left desk drawer Group ) fær lánið, en R.D.D. Holding kaupir stofnféð ?
Annars breytir litlu hvaðan akkúrat þessir peningar komu, þeir enduðu allir á sama stað hvort sem var.
Árni Árnason (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.